UM FYRIRTÆKIÐ

Dona ehf (Alhliða verktakar) leggur áherslu á vönduð vinnubrögð, gerð verkáætlana og verkskil ásamt trúnaði við verkkaupa. Lögð er mikil áhersla á gerð verksamninga, áætlanagerð, verkfundi verktaka og verkkaupa. Skilvirk vinnubrögð spara fjármagn. Markmið okkar hefur ávallt verið að skila góðu verki. Það er stór ákvörðun fyrir einstaklinga og fyrirtæki að fara út í kostnaðarsamar framkvæmdir. Við förum ekki í neinar málamiðlanir þegar kemur að gæðum, ábyrgjumst gott samstarf við viðskiptavini og tryggjum að þeir séu vel upplýstir um gang verksins. Þessi gæði tryggjum við með framúrskarandi fagfólki og góðu gæðaeftirlistskerfi. Það er ekkert verkefni of smátt eða stórt fyrir Dona ehf (Alhliða verktaka).

Helstu verkefnin okkar er smíðavinna og frágangur innan- og utandyra s.s. gifs-, milli- og útveggir, utanhússklæðningar, þakklæðningar, glugga- og hurðainnsetningar, uppsetning innréttinga, parket, kerfisloft og margt fleira sem tengist nýbyggingum og viðhaldi fasteigna.

Kjörorð okkar eru fagmennska, heiðarleiki og samstarf.
Við hlökkum til að heyra frá þér!

SAMSTARFSAÐILAR

Dona ehf | Sími: 865 2782 | dona.ehf@gmail.com | Vefsíðugerð og hýsing: WP vefhönnun